Raunfærnimat í tækniþjónustu

Símenntunarmiðstöð Vesturlands býður upp á raunfærnimat í tækniþjónustu í samstarfi við Nýja tölvu- og viðskiptaskólann (NTV)

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun. 

Raunfærnimat er leið til að meta þá þekkingu og færni sem einstaklingar hafa aflað sér á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.

Starfsmaður í tækniþjónustu er tengiliður fyrirtækis við viðskiptavini sem þurfa á tæknilegri aðstoð að halda. Hann tekur á móti þjónustubeiðnum og/eða fyrirspurnum, skráir mikilvægar upplýsingar og greinir einfaldar bilanir á vél- og hugbúnaði. Starfsmaður í tækniþjónustu veitir einnig tæknilega ráðgjöf, veitir almenna tækniþjónustu, fræðir og leiðbeinir um almenna notkun á hug- eða vélbúnaði eða beinir verkefnum til viðeigandi sérfræðinga ef við á.

Upplýsingar um nám í tækniþjónustu má nálgast hér 

Allar nánari upplýsingar veitir Sólveig Indriðadóttir náms- og starfsráðgjafi í síma 849-5077 eða solveig@simenntun.is