Símenntunarmiðstöð Vesturlands býður upp á raunfærnimat í búfræði í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.
Raunfærnimat er leið til að meta þá þekkingu og færni sem einstaklingar hafa aflað sér á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.
Nánari upplýsingar um nám í búfræði má nálgast hér
Allar nánari upplýsingar veitir Sólveig Indriðadóttir
náms- og starfsráðgjafi í síma 849-5077 eða solveig@simenntun.is