Næring aldraðra

Námskeið fyrir atvinnulífið
Haustönn 2021
Á námskeiðinu er farið yfir ráðleggingar um mataræði fyrir eldra fólk sem er við góða heilsu og eins ráðleggingar fyrir hrumt eða veikt eldra fólk. Rætt verður um vannæringu hjá eldra fólki, einkenni hennar og næringarmeðferð. Vannæring skerðir lífsgæði eldra fólks verulega þar sem hún getur dregið úr andlegri og líkamlegri getu, valdið því að færni tapast, legudögum fjölgar og líkur á sýkingum aukast. Gríðarlega mikilvægt er því að fylgjast með næringarástandi eldra fólks. Farið verður einnig yfir sérfæði aldraðra, svo sem varðandi sykursýki og kyngingarerfiðleika.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Næring aldraðra   3. nóv - 3. nóv   Miðvikudagur   14:00-15:30   Teams   0 kr.   Skráning