Menntastoðir vor 2021

Menntastoðir eru sérstaklega sniðnar að þörfum þeirra sem vilja styrkja sig fyrir frumgreinanám.

Námið er fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri. Að námi loknu opnast ýmsar leiðir s.s. eins og inn í frumgreinadeildir háskólana. Háskólagátt Háskólans á Bifröst,Háskólabrú Keilis og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík auk þess sem meta má námið sem hluta af bóklegu námi iðngreina. Menntastoðir eru kenndar í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi þar sem nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið INNU og svo hitta þeir kennara og aðra nemendur einu sinni í mánuði, föstudag og laugardag 9:00-16:00.

Námsgreinar eru: íslenska, enska, danska, stærðfræði, tölvu og upplýsingatækni ásamt námstækni,sjálfsstyrkingu og samskiptum.

Námskráin með nánari upplýsingum um námsgreinar er hér: Námskrá og hér á pdf: Námskrá pdf.

Námsmat: Verkefnaskil, virk þátttaka, ýmist lokapróf eða símat.

Kennsla hefst í janúar 2021

Verð Kr. 162.000

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga

Nánari upplýsingar gefur Signý Óskarsdóttir verkefnastjóri Menntastoða á netfanginu
signy@simenntun.is eða í síma 6986772

Skráning hér