Lotning og lífsgleði- Tendraðu lífsneistann

Tómstundanámskeið
Vorönn 2021
Markmiðið er að gefa þátttakenda tæki og tól til þess að geta tendrað lífsneistann og lifað sér til ánægju alla daga þráttfyrir það semá undan er gengið – hvernig maður getur orðið sinn eigin ,,Gleðimálaráðherra“ Leiðbeinandi: Aldís Arna Tryggvadóttir ACC vottaðurmarkþjálfi og Streituráðgjafi

Lotning (e. awe) er eitt helsta rannsóknarefni fræðimanna í mannrækt nú um stundir. En hvað er lotning og hvernig má auka lífsgleði og lifa sér til ánægju sérhvern dag þrátt fyrir allt sem á undan er gengið?

Rætt verður um mikilvægi þess að undrast og hrífast í lífinu en samkvæmt rannsóknum upplifir aðeins minni hluti fólks lotningu í lífinu. Farið er í ferðalag inn á við og aftur í tímann þegar við vorum börn og sáum heiminn í öðru ljósi: Allt var merkilegt og lífið var eitt stórt kraftaverk. Við vorum hamingjusöm ,,af því bara“ – við vorum frjáls.

Fjallað verður um þá dásamlegu eiginleika sem börn hafa og sýnt fram á hvernig hægt er að ná þeim aftur með því að tengjast barninu innra með sjálfum sér – kjarnanum.

Leiðbeinandi: Aldís Arna Tryggvadóttir ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

Eftirfarandi stéttarfélög greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir sína félagsmenn:  Kjölur- stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Snæfellinga

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn.

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Lotning og lífsgleði- Tendraðu lífsneistann   29. apr - 29. apr   Fimmtudagur   16:30 - 17:30   Vefnámskeið   8.500 kr.   Skráning