Lögmálið um lífsgæðin – jafnvægi í lífi, leik og starfi

Tómstundanámskeið
Vorönn 2021
Vefnámskeið um árangursríka streitu- og vellíðunarstjórnun.Markmiðið er að þátttakendur geti upplifað jafnvægi í lífi, leik og starfi – sigrað streituna áður en streitan tekur völdin. Leiðbeinandi: Aldís Arna Tryggvadóttir ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

Markmiðið er að þátttakendur geti upplifað jafnvægi í lífi, leik og starfi – sigrað streituna áður en streitan tekur völdin.

Streitutengdir sjúkdómar eru algengir í nútímasamfélagi og geta verið mjög alvarlegir ef ekki er tekið í taumana í tæka tíð. Fræðsla til forvarna gegn streitu og vanlíðan er fjárfesting til farsældar þar sem hún borgar sig 8-falt í formi betri líðanar, aukins árangurs og minni samfélagslegs kostnaðar.

Fjallað er um einkenni streitu, orsök hennar og afleiðingar. Meginstefið er hvernig hægt er að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllunum og setja upp einstaklingsmiðaða áætlun um streituvarnir til frambúðar.

 

Leiðbeinandi: Aldís Arna Tryggvadóttir ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

Eftirfarandi stéttarfélög greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir sína félagsmenn:  Kjölur- stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Snæfellinga

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn.

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Lögmálið um lífsgæðin – jafnvægi í lífi, leik og starfi   21. apr - 21. apr   Miðvikudagur   16:30 - 17:30   Vefnámskeið   8.500 kr.   Skráning