Lifðu

Tómstundanámskeið
Vorönn 2020
Fyrirlesturinn Lifðu! byggir á samnefndri bók og lærdómi Guðjóns Svansonar og fjölskyldu hans af 5 mánaða ferðalagi um bláu svæði heimsins á síðasta ári. Bláu svæðin fimm (Blue Zones) eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu íbúa. Í fyrirlestrinum mun Guðjón tala um nokkur þeirra atriða sem hafa stuðlað að langlífi íbúa svæðanna og leggja sérstaka áherslu á þætti sem nýtast vel núna þegar við Íslendingar erum að takast á við nýjar áskoranir og erum að hefja enduruppbyggingu á samfélagi okkar eftir COVID 19. Viðnámsþróttur og jákvætt viðhorf munu meðal annars koma við sögu. Leiðbeinandi: Guðjón Svansson
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Lifðu   22. maí - 22. maí   Föstudagur   14:00-15:00   Á netinu   0 kr.   Skráning