Íslenska 4

Íslenska fyrir útlendinga
Haustönn 2019
Áfanginn miðast við þarfir þeirra sem hafa nokkuð góða undirstöðu í tungumálinu. Fjallað er um þætti sem tengjast daglegu lífi og þörfum fjölskyldu. Áfram er lögð áhersla á íslenskt samfélag og fjölmiðla með það fyrir augum að auka færni nemenda í tungumálinu og efla sjálfstraust þeirra og samfélagslega vitund. Fjallað um mannleg samskipti, virðingu og umgengni. Fjölbreyttum kennsluaðferðum í tungumálakennslu beitt. Þjálfun í ritfærni eykst. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður og þjálfi nemandann í að geta haldið uppi samræðum og gert sig sem best skiljanlega á íslensku.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Íslenska 4   30. sep - 4. des   Mán. og miðv.   17:50 - 20:00   Suðurgata 57, Akranesi   43.000 kr.   Skráning