Íslensk menning og samfélag

Íslensk menning og samfélag er nám á 1. og 2. þrepi sem skiptist í sjö námsþætti. Tilgangur námsins er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Í náminu er lögð áhersla á íslenskt mál, menningu, samfélag og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Fjallað verður um allt frá því hvernig á að gera skattskýrsluna yfir í það hvernig á að halda íslenskt matarboð. það er að segja allt milli himins og jarðar er varðar íslenska menningu og samfélag auk íslensku kennslu fyrir lengra komna. Námið fer fram á íslensku.

 

Námsfyrirkomulag

Námið fer fram í fjarkennslu. Fyrirlestrar og kennslustundir verða teknar upp fyrirfram svo nemendur geta nálgast þá þegar þeim hentar. Svo verða 1-2 umræðutímar í viku þar sem nemendur mæta og spjalla við kennara um námsefnið. Við munum reyna að mæta þörfum nemenda varðandi tímasetninguna á umræðutímunum eftir bestu getu.

 

Námsþættir

  • Íslenskt mál
  • Atvinnulíf
  • Menning og samfélag
  • Upplýsingatækni
  • Færnimappa og námstækni
  • Sjálfsefling og samskipti

 

Verð 40.000 kr. en hægt er að sækja um styrk hjá viðkomandi stéttarfélagi.

áætlað er að námsleiðin hefjist í lok september og ljúki  16. desember

Skráning hér og nánari uppýsingar  hjá jon@simenntun.is og í síma 867-7516