Hvað viltu – vegferð að vellíðan & velgengni

Tómstundanámskeið
Vorönn 2020
Á námskeiðinu fjallar Aldís Arna Tryggvadóttir um markmiðasetningu hvers konar með sjálfsþekkingu, sjálfsvirðingu og sjálfsrækt að leiðarljósi. Þátttakendur læra að tileinka sér grunntækni markþjálfunar svo að viðkomandi geti orðið sinn eigin markþjálfi fyrir betri líðan, árangur og sátt. Markmiðið er að þátttakendur eigi auðveldara með að svara eftirfarandi spurningum í kjölfarið: Hver er ég (raunverulega)? Hvað vil ég (ekki hvað einhverjir aðrir vilja)? Af hverju vil ég þetta? Hvernig næ ég markmiðum mínum? Um er að ræða 60 mínútna fyrirlestur ásamt æfingum fyrir þátttakendur sem þeir geta nýtt áfram veginn til áframhaldandi vaxtar, vellíðanar og velgengni. Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og SSV bjóða íbúum á Vesturlandi á þessi námskeið þeim að kostnaðarlausu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 18
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Hvað viltu – vegferð að vellíðan & velgengni   20. maí - 20. maí   19.5.2020   14:00 - 15:00   Netnámskeið   0 kr.   Skráning