Grunnskref í grænkeralífsstíl

Vefnámskeið
Vorönn 2021
Farið verður yfir helstu atriði í grænkeraeldamennsku, deila uppskriftum og svara spurningum um vegan lífsstílinn. Þá mun hún gefa góð ráð viðmatarinnkaup og hátíðaeldamennsku. Leiðbeinandi:Guðrún Sóley Gestsdóttir

 

Guðrún Sóley hefur verið vegan í fjölda ára og gaf út fyrstu vegan matreiðslubókina á Íslandi, Krásir. Þá hefur hún kennt á matreiðslunámskeiðum og stýrt sjónvarpsinnslögum í vegan matargerð. Hún starfar sem dagskrárgerðarmaður á RÚV.

 

Eftirfarandi stéttarfélög greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir sína félagsmenn:  Kjölur- stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Snæfellinga. 

 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Grunnskref í grænkeralífsstíl   19. apr - 19. apr   Mánudag   16:30 ¿ 17:30   Vefnámskeið   8.500 kr.   Skráning