Fjölæringar eru heillandi heimur

Tómstundanámskeið
Vorönn 2021
Í hverjum garði er pláss fyrir litskrúðuga fjölæringa sem gleðja augað með sínum fjölbreyttu litum, blaðlögun og ólíkum blómstrunartímum. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig er hægt að raða þeim saman í beð og mynda ómótstæðilega heild.

Embla hefur víðtæka þekkingu á ræktun fjölærra plantna, notkun þeirra og samröðun í beð. Hún hefur á undangengnum árum veitt bæjarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf um notkun fjölæringa. Embla á nám að baki í Umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hefur sótt fræðslu erlendis og verið í verknámi í Englandi og Svíþjóð í umönnun og uppsetningu á fjölærum beðum

Leiðbeinandi: Embla Heiðmarsdóttir,

Eftirfarandi stéttarfélög greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir sína félagsmenn:  Kjölur- stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Snæfellinga

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn.

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Fjölæringar eru heillandi heimur   28. apr - 28. apr   Miðvikudaginn 7. apríl   16:30 -18:00   Vefnámskeið   12.900 kr.   Skráning