Átthaganám

Tómstundanámskeið
Haustönn 2019
Markmiðið með námskeiðinu er að efla þekkingu þátttakenda á svæðinu og auka færni þeirra í að miðla þekkingu á skemmtilegan hátt. Unnið verður með sögu, náttúrufar og byggðirnar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, auk þess sem farið verður yfir undirstöðuatriði í móttöku gesta og upplýsingamiðlun. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja vita meira um svæðið sitt en eflir einnig þekkingu og færni sem nýtist þátttakendum til að skapa sér fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri í heimabyggð. Vaxandi eftirspurn er eftir svæðisþekkingu og upplýsingamiðlun til gesta á þessu svæði. Engin sérstakur undirbúningur eða þekking er nauðsynleg fyrir þetta námskeið, en jákvætt hugarfar, gleði í hjarta og átthagaást er æskileg. Hlédís Sveinsdóttir er verkefnastjóri. Hægt er að hafa samband við hana í síma 892 1780 eða á netfangið hlediss@gmail.com.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Átthaganám   28. sep - 23. nóv   4 laugardagar   10 - 16 (lotur) og 18 - 19 (netfundir)   Akranes og Hvalfjörður   25.000 kr.   Skráning