Allt í bland

Námskeið fyrir fatlað fólk
Haustönn 2018

Leiklist, tónlist og kvikmyndalist. Unnið verður með þætti í leiklistinni frá fyrri námskeiðum; spunavinnu, persónusköpun, framkomu og frumkvæði. Skoðaðir verða íslenskir dægulagatextar í gegnum tíðina og áhrif þeirra á þjóðfélagið. Tekin verður fyrir kvikmynd frá ákveðnum tíma og unnið skemmtileg verkefni í framhaldi. Þátttakendur komi með skriffæri þar sem gert er ráð fyrir verkefnavinnu í tímum.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Allt í bland   4. okt - 29. nóv   Fim.   16:45 - 19:15   Grunnskólinn í Stykkishólmi   16.500 kr.   Skráning