Álag, streita og kulnun

Námskeið fyrir atvinnulífið
Haustönn 2018
Félagsmenn KJALAR, SFR og Stéttarfélags Vesturlands geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.Streita er einkenni dagslegs lífs og fólk mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Það er einstaklingsbundið í hve langan tíma við þolum streitu. Þegar streituástand er orðið getur það haft neikvæð áhrif á frammistöðu okkar og vellíðan. Orðið kulnun vísar til þess þegar slökkt hefur verið á kerti. Kulnun er ekki einkamál einstaklingsins, samstarfsmenn finna það, árangur og starfsgleði minnkar. Sá sem upplifir kulnun missir orkuna og áhugann, telja sig missa stjórn á hlutunum. Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin streituviðbrögð og streituþol en það er fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu. Farið verður í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álagi. Fjallað verður um: mismunandi einkenni streitu; ástæður streitu og kulnunar; streituþol; tengsl hugsana og hegðunar; að takast á við mótlæti. Ávinningur: innsýn í eigin streituviðbrögð; aukin færni í að takast á við kulnun, streitu og álag; þekking á leiðum til að auka streituþol; færni til að nýta streitu á uppbyggjandi hátt; meiri ánægja í starfi og einkalífi.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Álag, streita og kulnun   29. okt - 29. okt   Mánud.   13:00 - 16:00   Borgarnes, Bjarnarbraut 8   15.900 kr.   Skráning  
Álag, streita og kulnun   29. okt - 29. okt   Mánud.   17:30 - 20:30   Grunnskólinn í Stykkishólmi   15.900 kr.   Skráning