Álag í samskiptum heilbrigðisstarfsmanna

Námskeið fyrir atvinnulífið
Haustönn 2018

Markmiðið er að auka skilning þátttakenda á því álagi, sem starfsmenn búa við í samskiptum í störfum sínum við heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að viðvarandi álag getur haft slæm áhrif á heilsu og leitt til ýmissa félagslegra, andlegra og líkamlegra einkenna.Á námskeiðinu verður fjallað um algengar orsakir og helstu birtingamyndir álags. Hugað verður að samvinnu og samskiptum innan heilbrigðisþjónustu og samskiptum við notendur þjónustunnar. Farið verður í helstu áhættu- og álagsþætti og þátttakendur fá þjálfun í að þekkja helstu álagsvalda og álagseinkenni. Þá verður fjallað um hvernig er best að undirbúa sig og takast á við álag í samskiptum og að byggja upp jákvæð og gefandi samskipti. Þátttakendur fá þjálfun í að finna lausnir á viðfangsefnum með það að markmiði að bæta líðan, styrkjast í starfi og auka lífsgæði

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Álag í samskiptum heilbrigðisstarfsmanna   2. okt - 9. okt   Þri. og fim.   17:00 - 21:00   Akranes, Suðurgata 57   35.000 kr.   Skráning