Íslenska 1

Flokkur: Íslenska fyrir útlendinga

Námskeiðið er ætlað byrjendum þar sem lögð er áhersla á grunnorðaforða, framburð og íslenska stafrófið. Áhersla er lögð á talþjálfun, skilning, lestur og ritun einfaldra setninga. Í tengslum við námsefnið er farið í undirstöðuatriði í málfræði. Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar við námið. Til að ljúka námskeiðinu þarf mæting að vera 75%.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Íslenska 1 10. sep - 14. nóv Mán. og mið. 17:30 - 19:40 Borgarnes, Bjarnarbraut 8 43.000 kr. Skráning
Íslenska 1 17. sep - 21. nóv Mán. og mið. 17:50 - 20:10 Akranes, Suðurgata 57 43.000 kr. Skráning
Íslenska 1 15. okt - 16. nóv Má. þr., mið., fim. og fö. 9:00 - 11:20 Akranes, Suðurgata 57 0 kr. Skráning

Íslenska 2

Flokkur: Íslenska fyrir útlendinga

Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa grunnfærni í íslensku. Markmiðið er að auka orðaforða nemenda þannig að þeir geti notað einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi. Nemendur halda áfram að æfa sig í að skilja, tala, lesa, skrifa og hlusta á íslensku. Áhersla er lögð á samtöl á milli nemenda og að þeir noti tungumálið sér til gagns og gamans. Haldið er áfram að auka við málfræðikunnáttu nemenda í tengslum við námsefnið. Til að ljúka námskeiðinu þarf mæting að vera 75%.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Íslenska 2 17. sep - 21. nóv Má. og miðv. 17:50 - 20:10 Akranes, Suðurgata 57 43.000 kr. Skráning
Íslenska 2 15. okt - 9. nóv 0 kr. Skráning
Íslenska 2 17. sep - 21. nóv Mán. og mið. 17:50 - 20:00 Grundarfjörður, Fjölbrautaskóli Snæfellinga 43.000 kr. Skráning

Farþegaflutningar

Flokkur: Réttindanám

Markmiðið er að bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða. Fjallað er um reglur um farþegaflutninga, s.s. leyfisveitingar og mikilvægi öryggis og aðbúnaður farþega. Farið er yfir ábyrgðarhlutverk bílstjóra með réttindi til að stjórna bifreið í D1-og D-flokki í atvinnuskyni í farþegaflutningum sem og þjónustuþáttinn í starfi hans.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Farþegaflutningar 9. sep - 9. sep Sun. 9:00 - 16:00 Grundarfjörður, Fjölbrautaskóli Snæfellinga 20.900 kr. Skráning

Tolkien og norrænar fornbókmenntir

Flokkur: Tómstundanámskeið

Margir vita að hinn kunni rithöfundur JRR Tolkien, höfundur Hobbitans og Hringadróttinssögu, var sérfróður um miðaldabókmenntir og ekki síst norrænar bókmenntir. En nákvæmlega hvernig mótuðu fræðastörf hans skáldsagnaritunina? Hvernig var sambandi hans við Ísland háttað? Hvernig leit hann á Völuspá og Snorra-Eddu? Hvernig nýtti hann sér norræna kvæðið Fáfnismál. Meðal umfjöllunarefna hans eru drekar, álfar, dvergar, draugar og hinn norræni hetjuskapur en um öll þessi efni hefur hann ritað. Nýjasta fræðibók hans er The Troll Inside You sem kom út árið 2017.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Tolkien og norrænar fornbókmenntir 1. okt - 1. apr Mánud. 1. okt., 5. nóv., 7. jan., 4. feb., 4. mars, 1. apríl 20:00 - 22:00 Landnámssetur og Snorrastofa 21.000 kr. Skráning

Saumaklúbbur

Flokkur: Námskeið fyrir fatlað fólk

Prjónum, saumum og spjöllum. Þátttakendur koma með sína handavinnu. Áhersla er lögð á gott andrúmsloft í góðu umhverfi.Í hverjum tíma verður boðið upp á léttar veitingar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Saumaklúbbur 26. sep - 24. okt Miðvikud. 10:00 - 12:00 Verslunin Snotra 8.400 kr. Skráning

Álag, streita og kulnun

Flokkur: Námskeið fyrir atvinnulífið

Félagsmenn KJALAR, SFR og Stéttarfélags Vesturlands geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.Streita er einkenni dagslegs lífs og fólk mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Það er einstaklingsbundið í hve langan tíma við þolum streitu. Þegar streituástand er orðið getur það haft neikvæð áhrif á frammistöðu okkar og vellíðan. Orðið kulnun vísar til þess þegar slökkt hefur verið á kerti. Kulnun er ekki einkamál einstaklingsins, samstarfsmenn finna það, árangur og starfsgleði minnkar. Sá sem upplifir kulnun missir orkuna og áhugann, telja sig missa stjórn á hlutunum. Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin streituviðbrögð og streituþol en það er fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu. Farið verður í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álagi. Fjallað verður um: mismunandi einkenni streitu; ástæður streitu og kulnunar; streituþol; tengsl hugsana og hegðunar; að takast á við mótlæti. Ávinningur: innsýn í eigin streituviðbrögð; aukin færni í að takast á við kulnun, streitu og álag; þekking á leiðum til að auka streituþol; færni til að nýta streitu á uppbyggjandi hátt; meiri ánægja í starfi og einkalífi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Álag, streita og kulnun 29. okt - 29. okt Mánud. 13:00 - 16:00 Borgarnes, Bjarnarbraut 8 15.900 kr. Skráning
Álag, streita og kulnun 29. okt - 29. okt Mánud. 17:30 - 20:30 Grunnskólinn í Stykkishólmi 15.900 kr. Skráning

Topp tilfinningalegt ástand

Flokkur: Námskeið fyrir atvinnulífið

Félagsmenn KJALAR, SFR og Stéttarfélag Vesturlands geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Að námskeiðinu loknu tekur við 5 daga eftirfylgni yfir netið í gegnum tölvupósta. Hefur þú upplifað stund þar sem þú lékst á alls oddi? Jafnvel dag sem þú varst upp á þitt allra besta. Samskipti gengu frábærlega, hugmyndaauðgi í hámarki, sjálfstraust, hugrekki, orka, og ástríða alls ráðandi. Þetta tilfinningalega ástand sem sumir kalla þar sem við erum óstöðvandi. Getur þú rifjað upp slíka stund eða dag? Hvað ef þú gætir kveikt á þessu ástandi þegar þér hentar? Hvað gæti það gert fyrir þig? Hversu mikið betur værir þú í stakk búin/n til að takast á við áskoranir og láta drauma þína rætast? Einn stærsti áhrifaþáttur á frammistöðu, árangur og hamingju er það venjubundna tilfinningalega ástand sem við upplifum dag frá degi. Þetta er aflið sem getur flutt fjöll! Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum eins og hæfileikum, upplýsingum og skapandi hugsun og bæta þar með gæði allra ákvarðanna og athafna.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Topp tilfinningalegt ástand 19. nóv - 19. nóv Mánud. 18:00 - 21:00 Grundarfjörður, Fjölbrautaskóli Snæfellinga 13.900 kr. Skráning
Topp tilfinningalegt ástand 5. nóv - 5. nóv Mánud. 18:00 - 21:00 Borgarnes, Bjarnarbraut 8 13.900 kr. Skráning

Álag í samskiptum heilbrigðisstarfsmanna

Flokkur: Námskeið fyrir atvinnulífið

Markmiðið er að auka skilning þátttakenda á því álagi, sem starfsmenn búa við í samskiptum í störfum sínum við heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að viðvarandi álag getur haft slæm áhrif á heilsu og leitt til ýmissa félagslegra, andlegra og líkamlegra einkenna.Á námskeiðinu verður fjallað um algengar orsakir og helstu birtingamyndir álags. Hugað verður að samvinnu og samskiptum innan heilbrigðisþjónustu og samskiptum við notendur þjónustunnar. Farið verður í helstu áhættu- og álagsþætti og þátttakendur fá þjálfun í að þekkja helstu álagsvalda og álagseinkenni. Þá verður fjallað um hvernig er best að undirbúa sig og takast á við álag í samskiptum og að byggja upp jákvæð og gefandi samskipti. Þátttakendur fá þjálfun í að finna lausnir á viðfangsefnum með það að markmiði að bæta líðan, styrkjast í starfi og auka lífsgæði

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Álag í samskiptum heilbrigðisstarfsmanna 2. okt - 9. okt Þri. og fim. 17:00 - 21:00 Akranes, Suðurgata 57 35.000 kr. Skráning

Boðið til veislu

Flokkur: Námskeið fyrir fatlað fólk

Eldum smárétti. Í hverjum tíma verða eldaðir tveir smáréttir. Í lok fjórða tíma verða valdir fjórir réttir sem verða eldaðir í lokatímanum og þá verður boðið til veislu. Áhersla á virkni og frumkvæði þátttakenda.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Boðið til veislu 24. okt - 21. nóv Miðvikud. 10:00 - 12:00 Húsnæði Sansa 12.400 kr. Skráning
Boðið til veislu 19. sep - 17. okt Miðvikud. 10:00 - 12:00 Húsnæði Sansa 12.400 kr. Skráning
Boðið til veislu 17. sep - 15. okt Mánud. 13:00 - 15:00 Húsnæði Sansa 12.400 kr. Skráning
Boðið til veislu 25. sep - 23. okt Þriðjud. 17:30 - 19:30 Grunnskólinn í Stykkishólmi 12.400 kr. Skráning
Boðið til veislu 24. okt - 21. nóv Miðvikud. 13:00 - 15:00 Húsnæði Sansa 12.400 kr. Skráning
Boðið til veislu 24. sep - 22. okt Mánud. 17:30 - 19:30 Grunnskólinn í Stykkishólmi 12.400 kr. Skráning
Boðið til veislu 9. okt - 6. nóv Þriðjud. 18:00 - 20:00 Húsnæði Sansa 0 kr. Skráning
Boðið til veislu 15. okt - 12. nóv Mánud. 16:15 - 18:15 Borgarnesi (ákv. síðar) 0 kr. Skráning

Allt í bland

Flokkur: Námskeið fyrir fatlað fólk

Leiklist, tónlist og kvikmyndalist. Unnið verður með þætti í leiklistinni frá fyrri námskeiðum; spunavinnu, persónusköpun, framkomu og frumkvæði. Skoðaðir verða íslenskir dægulagatextar í gegnum tíðina og áhrif þeirra á þjóðfélagið. Tekin verður fyrir kvikmynd frá ákveðnum tíma og unnið skemmtileg verkefni í framhaldi. Þátttakendur komi með skriffæri þar sem gert er ráð fyrir verkefnavinnu í tímum.

Villa á lýsingu: ER ekki array eða object.NULL
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning

Tækjaleikfimi

Flokkur: Námskeið fyrir fatlað fólk

Tökum á í ræktinni! Þátttakendur fá leiðsögn um tækjasalinn og læra helstu reglur sem þar gilda. Áhersla er á sjálfstæði og æfingar við hæfi. Æfingar alltaf í sömu röð með skýrt upphaf og endi. Í lok hvers tíma eru teygjuæfingar og slökun. Þátttakendur greiða fyrir aðgang

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Tækjaleikfimi 18. sep - 20. nóv Þriðjud. 14:30 - 15:30 Lagt af stað frá Fjöliðjunni 0 kr. Skráning
Tækjaleikfimi 13. sep - 15. nóv Fimmtud. 10:30 - 11:30 Tækjasalurinn að Jaðarsbökkum 0 kr. Skráning
Tækjaleikfimi 2. okt - 27. nóv Þriðjud. 17:00 - 18:00 Tækjasalurinn í Borgarnesi 0 kr. Skráning

Kallaspjall

Flokkur: Námskeið fyrir fatlað fólk

Spjöllum saman! Eigum góða stund í góðum hópi þar sem hver og einn fær rými til að vera hann sjálfur. Þátttakendur ákveða umræðuefnin t.d. málefni líðandi stundar, viðburðir árstíða og önnur áhugamál. Öllum gefst tækifæri til að ræða sín persónuleg mál. Þátttakendur geri ráð fyrir kostnaði fyrir kaffi því farið verður á kaffihús eða aðra fjölfarna staði.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Kallaspjall 17. sep - 8. okt Mánud. 16:15 - 18:15 Lagt af stað frá Öldunni 0 kr. Skráning
Kallaspjall 13. sep - 4. okt Fim. 13:30 - 15:30 Fjöliðjan 0 kr. Skráning
Kallaspjall 8. okt - 29. okt Mánud. 18:10 - 20:10 Lagt af stað frá Sansa 6.400 kr. Skráning

Ökunám - bóklegt

Flokkur: Námskeið fyrir fatlað fólk

Ég er í verklegu námi hjá ökukennara! Stuðningsnám við fræðilegan hluta ökunáms. Kennt samkvæmt námskrá almenns ökunáms; Einstaklingsbundin nálgun. Viðurkennd námsgögn aðlöguð ef þörf er á

Villa á lýsingu: ER ekki array eða object.NULL
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning

Vöruflutningar

Flokkur: Réttindanám

Bílstjóri gangi af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms. Bílstjóri þekki reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa. Að því er stefnt að bílstjórinn: þekki þá krafta sem hafa áhrif á vörubifreið í akstri og hvernig farmur hefur áhrif á aksturseiginleika hennar; kunni að lesta bifreið og vagnlest af öryggi, sérstaklega m.t.t. dreifingu farms og útreikninga þar að lútandi; þekki og kunni að nota helstu tegundir festibúnaðar fyrir mismunandi farm; þekki ákvæði í lögum og reglum um vöruflutninga í atvinnuskyni, búnað vörubifreiða, nauðsynleg skjöl og leyfi, sem og skyldur bílstjóra.

Villa á lýsingu: ER ekki array eða object.NULL
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Síðast uppfært: 24.09.2018 04:48:19