Þjónusta við fjarnema háskóla
Mikilvægt er að gera fjarnemendum kleift að taka próf í heimabyggð, en þeir geta tekið próf á sex stöðum á Vesturlandi, þ.e. á starfsstöðvum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Akranesi og í Borgarnesi, í Átthagastofu Snæfellsbæjar, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, grunnskólanum í Stykkishólmi og í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal.
Yfirlit yfir prófstaði:
- Akranes: Húsnæði Símenntunar, Suðurgötu 57
- Borgarnes: Húsnæði Símenntunar, Bjarnarbraut 8
- Búðardalur: Stjórnsýsluhús Dalabyggðar, Miðbraut 11
- Grundarfjörður: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44
- Ólafsvík: Átthagastofa Snæfellsbæjar, Kirkjutúni 2
- Stykkishólmur: Grunnskólinn Stykkishólmi, Borgarbraut 6
Nánari upplýsingar:
Sendu okkur tölvupóst
Mikilvægt er að fjarnemendur láti starfsfólk Símenntunarmiðstöðvarinnar vita ef þeir, af einhverjum ástæðum, geta ekki mætt í próf.