Ráðgjöf og þjónusta

Ef þitt fyrirtæki er að hugsa sér að efla færni, móta stefnu, auka samvinnu eða annað þá er tilvalið að panta tíma með ráðgjafa frá okkur. Við getum skoðað saman hvaða leiðir eru færar fyrir þitt fyrirtæki til að ná sínum markmiðum.

Þarfagreining getur verið framkvæmd með ýmsu móti og fer sú ákvörðun eftir stærð fyrirtækis og verkefninu. Fræðslustjóri að láni er ein þarfagreining sem við höfum verið að nota og hefur reynst vel. Fræðslustjóri að láni en verkefni sem styrkt er af fræðslusjóðunum og er fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Hægt er að sækja um verkefnið í gegnum Áttina.

Verkefnið ,, Fræðslustjóri að láni, byggist á því að fyrirtæki fá lánaðan ráðgjafa inn í fyrirtækið sem sérhæfður er í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greininguna á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins.

Að verkefni loknu fá fyrirtæki fræðsluáætlun til tveggja ára sem er frábært verkfæri til að efla þjálfun starfsfólksins til að fyrirtæki nái frekar sínum markmiðum sem og öðlist samkeppnisforskot á markaði.

Ráðgjafi frá okkur aðstoðar þig með glöðu geði ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða aðstoð við að sækja um verkefnið.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Smári Snorrason verkefnastjóri í síma 437-2393 eða á netfangið magnus@simenntun.is