Fyrirtækjalausnir og sérsniðin námskeið

Við hjá Símenntun getum aðstoðað þig með fræðslu í þínu fyrirtæki hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma.
Við aðstoðum fyrirtæki með stök námskeið og einnig við að framfylgja fræðsluáætlun sem gerð hefur verið.
Við getum haldið námskeiðin í húsnæði Símenntunar eða komið á þinn vinnustað.
Fyrirtæki sem greiða iðgjald í starfsmenntasjóði geta sótt um styrki til starfsmenntunar eða fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Sjá nánari upplýsingar hér.
Hér má finna ýmis sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki en þessi listi er ekki tæmandi. Við getum aðstoðað þig með þau námskeið sem þú leitar að.
Öll okkar námskeið eru sérsniðin þínu fyrirtæki.

Íslensk þjónusta

Námskeið fyrir alla sem starfa við þjónustustörf í ferðaþjónustu og vilja læra að nota íslenskt mál í starfi.

Á námskeiðinu er farið í að kenna þau orð og hugtök sem notuð eru við störf í íslenskri þjónustu. Á námskeiðinu er einnig farið í íslenska þjónustumenningu, þjónustu í veitingahúsi, í gestamóttöku, við herbergisþrif og fleiri. Á námskeiðinu er einnig farið í heiti á algengum íslenskum ferðamannastöðum í nágreninu.

Námskeiðin eru kennd á vinnustað og notum við raunveruleg dæmi og gögn á námskeiðinu.

Sendu okkur tölvupóst


Skyndihjálp

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi heldur reglulega skyndihjálparnámskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Námskeiðin okkar eru bæði kennd á íslensku og ensku.

Símenntunarmiðstöðin og Rauði Kross Íslands hafa gert samstarfssamning sín á milli og fá því allir þátttakendur sem hafa lokið námskeiði viðurkenningu.

Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp, sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og starfsmanna fyrirtækja, bæði hvað varðar lengd og efnistök.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. Allt fræðsluefnið er gefið út af Rauða krossinum.

Næstu námskeið má finna hér

Stjórnendaviðtöl – Coaching

Stjórnendaviðtöl eru haldin á þínum vinnustað þar sem stjórnendur fá viðtal við ráðgjafa og velta fyrir sér hvernig þeir geta bætt sig sem stjórnendur á sínum vinnustað.

  • Hvernig stjórnandi viltu vera?
  • Hvernig náum við markmiðum fyrirtækisins?
  • Hvernig náum við því besta úr okkar starfsmannahóp?

Námskeiðið er kennt á vinnustað og unnið með raunverkefni sem stjórnendur eru að fást við á sínum vinnustað. Námskeiðið er í formi viðtala en unnið er með hverjum stjórnenda fyrir sig í svokölluðum „ coaching sessions „

Sendu okkur tölvupóst


Náðu árangri

Námskeið fyrir vakstjóra og/ eða milli stjórnendur í veitinga og ferðaþjónustufyrirtækjum.

  • Hvernig náum við markmiðum fyrirtækisins?
  • Hvernig náum við því besta úr okkar starfsmannahóp?
  • Hvernig eru vaktir skipulagðar?
  • Ertu að ná rekstrarmarkmiðum?

Námskeiðið er unnið á vinnustað með raunverkefni sem vaktstjórar eru að glíma við í sínu daglega starfi.

Sendu okkur tölvupóst


Er þjónustan hjá þér að skila arði?

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að sölu. T.d. starfsfólk í veitingasal, verslunum, bakaríi og fleira.

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig má efla sölu í þínu fyrirtæki. Aðferðir og leiðir við að efla sölu og gera söluna markvissari. Einnig er farið yfir hvernig þjónusta þarf að vera til að skila góðri sölu.

Námskeiðin eru kennd á vinnustað og notum við raunveruleg dæmi og gögn á námskeiðinu.

Sendu okkur tölvupóst


Hvað ertu að skora á Tripadvisor?

Hefur þú velt því fyrir þér af hverju þitt fyrirtæki eða fyrirtækið sem þú starfar við er í því sæti sem það er á Tripadvisor, booking eða hvernig umtalið er?

Er ákveðið vinnulag og gott skipulag á þínum vinnustað eða má gera enn betur ?

Á þessu námskeiði er farið markvisst yfir þjónustuna sem þið veitið og þá vinnuferla sem fyrirtækið vinnur eftir.

Farið er í hvernig veita má gæða þjónustu og unnið að bættari skipulagi til að framfylgja því sem þarf til að veita gæða þjónustu.

Mikil eftirfylgni er með námskeiðinu þar sem markvisst er stefnt að því að ná þeim markmiðum sem lagt er af stað með í upphafi námskeiðs.

Námskeiðin eru kennd á vinnustað og notum við raunveruleg dæmi og gögn af þínum vinnustað til að ná sem mestum árangri.

Sendu okkur tölvupóst


Starfsmannahandbók

Í ferðaþjónustunni getur starfsmannavelta verið ör og eftir háannatímum. Því er afar mikilvægt að kunnátta og vitneskja sé í fyrirtækinu en fari ekki út þegar starfsmaður hættir störfum. Skýrir verkferlar sem settir eru upp í starfsmannahandbók getur aðstoðað fyrirtæki í því verkefni.

Við bjóðum upp á námskeið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki upp á námskeið þar sem gerð er auðlesin starfsmannahandbók með skýrum verkferlum.

Sendu okkur tölvupóst