Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtæki í dag þurfa að bregðast hratt við breytingum og nýrri tækni til að halda sér á samkeppnismarkaði.

Í flóknara starfsumhverfi með auknum kröfum þá skiptir þjálfun á starfsfólki mun meira máli. Því meiri færni og þekking sem starfsfólkið auðlast því dýrmætari verða þeir fyrir fyrirtækið og því betur líður þeim sjálfun í starfi.

Fyrirtæki þurfa sífellt að vera að skapa ferla og þjálfa starfsfólk til að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavinarins. Mikil starfsmannavelta er kostnaðarsöm og eru starfsmenn sú auðlind sem fyrirtæki byggja á til að ná samkeppnislegum yfirburðum.

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á fjölbreytt námskeið og ráðgjöf til fyrirtækja til að auka færni og þekkingu starfsmanna.

Við komum til þín og gerum þarfagreiningu, metum stöðuna og vinnum að áætlun til að ná settum markmiðum.
Pantaðu viðtal eða sendu okkur línu