Við bjóðum Magnús Smára velkominn til starfa!
 Magnús Smári Snorrason hefur veri...

Við bjóðum Magnús Smára velkominn til starfa! Magnús Smári Snorrason hefur veri…

Við bjóðum Magnús Smára velkominn til starfa!

Magnús Smári Snorrason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi og mun hefja störf 1. apríl nk.
Magnús Smári hefur á undanförnum árum unnið að ýmsum ráðgjafarstörfum og verkefnastjórn. Meðal annars starfaði hann í eitt ár sem alþjóðafulltrúi við Háskólann á Bifröst, síðar um þriggja ára skeið sem forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Bifröst og í eitt ár verkefnastjóri á þróunar- og alþjóðasviði skólans. Frá 2017 til 2019 var Magnús Smári atvinnulífstengill hjá VIRK starfsendurhæfingu en síðasta árið hefur hann starfað að ýmsum mennta- og menningarverkefnum hjá Creatrix ehf. í Borgarnesi.
Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni lá leiðin til Spánar þar sem Magnús Smári nam fyrst spænsku en síðan ferðamálafræði með áherslu á viðskiptafræði til BA-prófs. Á árunum 2009-2011 var Magnús Smári í námi í alþjóðafræði við Háskólann á Bifröst og var þá um tíma í skiptinámi í Suður-Kóreu. Hann tók síðan viðbótarnám á árunum 2012-2016 í forystu og stjórnun á meistarastigi við Háskólann á Bifröst.
Hagvangur hafði umsjón með ráðningunni og var Magnús valinn úr hópi 11 umsækjenda.