Að undangengnu útboði hefur Símenntunarmiðstöð Vesturlands gert samning til eins árs við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um skipulagningu og kennslu fjórtán námskeiða í tæknilæsi fyrir eldra fólk á Vesturlandi (60 ára og eldri). Hvert námskeið er átta klukkustundir í staðnámi og eru kennd á tveimur vikum í fjórum tveggja klukkustunda lotum. Kennslan er einstaklingsmiðuð, á hverju námskeiði eru að hámarki átta …
Stökkpallur fyrir atvinnuleitendur á íslensku, pólsku og ensku
Núna á vorönn býður Símenntunarmiðstöð Vesturlands í samstarfi við Vinnumálastofnun Vesturlandi upp á fjögur námskeið í Stökkpalli – vottaðri námsleið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Tvö námskeiðanna eru á íslensku, eitt á pólsku og eitt á ensku. Einu námskeiði er þegar lokið en hin þrjú eru enn í gangi. Námskeiðin eru í fjarnámi og eru flestir þátttakendur af Vesturlandi og Norðurlandi vestra en …
Vefur Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi – simenntun.is – Stutt vefkönnun
Könnun um viðhorf til rafrænnar þjónustu Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi á vefnum www.simenntun.is Það tekur um 3-5 mínútur að svara könnuninni. Hafin er vinna við undirbúning endurbóta á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi – www.simenntun.is. Í þessari könnun er verið að kanna viðhorf og notkun á núverandi vef Símenntunar og væntingum til rafrænnar þjónustu Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Skoðanir þínar eru okkur mikilvægar og …
Stökkpallur kenndur á pólsku í fjarnámi
Tekst polski na końcu Stökkpallur er nám sem hópur Pólverja á Vesturlandi og Norðurlandi vestra stundaði á haustönn 2021. Námið var 100 klukkustundir, byggt á vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Símenntunarmiðstöð Vesturlands setti upp námið fyrir atvinnuleitendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Sautján hófu námið en tveir fengu vinnu eftir að það hófst og því voru fimmtán sem luku því. Námið var …
Mikilvæg hvatning
Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í dag var Sigurður Þorsteinn Guðmundsson á Akranesi annar tveggja sem fengu viðurkenningar sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Sigurður er gott dæmi um nemanda sem hefur ekki látið ýmsar hindranir og vind í fangið koma í veg fyrir að ná takmarki sínu. Svo sannarlega er Sigurður öðrum fyrirmynd í námi. Á yngri árum bjó Sigurður …
Símenntun og Fjölmennt í samvinnu í SAGE Evrópuverkefninu
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi tekur nú þátt í Erasmus+ Evrópuverkefninu SAGE – Silver Age Learning, sem hefur það að markmiði að efla hreyfingu og almenna lýðheilsu eldra fólks. SAGE verkefnið rak á fjörur Símenntunar fyrir tilstilli Fjölmenntar, sem er aðili að því af Íslands hálfu. Símenntun tók að sér að „prufukeyra“ verkefnið hér á landi og sú vinna hófst í byrjun október …
Mikil ánægja með Emil og tímaflakkið – Símenntunarmiðstöð Vesturlands
[ad_1] Myndin var sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi miðvikudagskvöldið 30. júní sl. og markaði sýningin upphafið á Írskum dögum á Akranesi. „Áhuginn var mjög mikill og þátttakan góð. Útkoman var stórkostleg,“ segir Ásta Pála Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi hjá Fjöliðjunni á Akranesi, um kvikmyndina Emil og tímaflakkið, sem fólkið í Fjöliðjunni á Akranesi, sem er verndaður vinnustaður fyrir fólk með fötlun, vann …
Mikil ánægja með Emil og tímaflakkið
„Áhuginn var mjög mikill og þátttakan góð. Útkoman var stórkostleg,“ segir Ásta Pála Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi hjá Fjöliðjunni á Akranesi, um kvikmyndina Emil og tímaflakkið, sem fólkið í Fjöliðjunni á Akranesi, sem er verndaður vinnustaður fyrir fólk með fötlun, vann í vetur með Heiðari Mar Björnssyni kvikmyndagerðarmanni. Myndin var sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi miðvikudagskvöldið 30. júní sl. og markaði sýningin …
Íslensk menning og samfélag – Símenntunarmiðstöð Vesturlands
[ad_1] Náminu er ætlað að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Lögð áhersla á íslenskt mál, menningu, samfélag og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Námið fer fram á íslensku og hefst 13. september. Íslensk menning og samfélag – Símenntunarmiðstöð Vesturlands [ad_2]