SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI OG HÆFNISETUR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR GERA MEÐ SÉR SAMSTARFSSAMNING

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa undirritað samstarfssamning um heimsóknir og fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Er Símenntunarmiðstöðin þar með komin í hóp átta fræðsluaðila sem vinna með Hæfnisetrinu að því að auka hæfni starfsfólks ferðaþjónustunnar.

Símenntun hlakkar til samstarfsins og komandi verkefna.

Ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu er bent á að hafa samband við Símenntunarmiðstöðina óski þau eftir samtali um möguleika á þjálfun og fræðslu.