ÍSLENSK ÞJÓNUSTA

Símenntun á Vesturlandi var að prufukeyra frábært námskeið sem við köllum Íslensk þjónusta, námskeiðið var haldið í fyrsta skiptið á Fosshótel Reykholti.

Námskeiðið samanstendur af starfstengdri íslenskukennslu, þar sem starfsfólki er kennt að nýta sér algeng íslensk orð sem þau nota í sínu daglega starfi, og þjónustutækni.

Á námskeiðinu er fær starfsfólk þjálfun í ýmsum þjónustuþáttum sem og þjálfun í íslenskri sögu, menningu og nærumhverfinu sem það starfar í.

Arnþór Pálsson hótelstjóri hjá Fosshótel Reykholt aðstoðaði okkur við samsetningu á námskeiðinu og þökkum við honum kærlega fyrir samstarfið. Á námskeiðinu voru nýtt tæki og tól sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið að þróa síðustu ár.

Námskeiðið gekk vonum framar og hafa nú fleiri hótel á svæðinu pantað hjá okkur námskeið.