Tæknilæsi

Tæknilæsi fólks sem komið er á efri ár er afar mismunandi. Þessum námskeiðum, sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fjármagnar, er ætlað að auka þekkingu fólks á notkun nútíma tæknilausna.  

Auk almennrar tölvunotkunar verður kennd notkun snjalltækja (síma og spjaldtölva), fjallað um rafræn skilríki og notkun þeirra, rafræn samskipti (tölvupóstur og notkun annarra samskiptamiðla), netverslun, notkun heimabanka o.fl.  

Efst á síðu