Líkamsbeiting og vinnustellingar

Fræðsla og fyrirbyggjandi leiðsögn í líkamsbeitingu með Rakel Dögg Sigurgeirsdóttur

Markmið þessa námskeiðs er að fræða starfsfólk um líkamsbeitingu við alla vinnu – hvort sem unnið er sitjandi, standandi eða við það að lyfta byrðum.

Farið verður yfir álagsþætti og álagseinkenni við mismunandi vinnuaðstæður og m.a. fjallað um mikilvægi þess að gera stöðuvinnu að hreyfivinnu.

Áhrif vinnuumhverfis á líkamsbeitingu er skoðuð og hvernig hagræða þarf vinnuumhverfinu þannig að komist verði hjá álagseinkennum og einhæfum vinnustellingum.

Áhersla er lögð á að kenna góðar setstöður og líkamsbeitingu við standandi vinnu, mikilvægi þess að geta gert hvorutveggja í vinnutímanum og hvernig best er að hagræða vinnu til þess að svo megi verða.

Þá verður rætt um einhæfa álagsvinnu og það að lyfta þungum byrðum. Farið yfir mismunandi aðferðir við að beita sér við þá vinnu og mikilvægi þess að breyta um líkamsstöður og auka hreyfingu í vinnu.

Efst á síðu