Fræðsla um geðsjúkdóma

Fræðsla um geðsjúkdóma, raskanir, meðferðir og horfur með Halldóru Jónsdóttur

Farið verður yfir einkenni algengra geðraskana með nokkurri áherslu á geðrofssjúkdóma.

Þá verður meðferð við þessum sjúkdómum rædd með áherslu á lyf og endurhæfingu. Einnig sjúkdómsgangur og horfur.

Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að:

  • Þekkja einkenni algengra geðraskana, eins og þunglyndis, geðhvarfa, kvíða og geðklofa
  • Þekkja og skilja hugtakið geðrof
  • Þekkja hugtakið geðheilsa
  • Þekkja hvað felst í meðferðarsambandi
  • Geta skýrt hlutverk heilbrigðiskerfisins í endurhæfingu og meðferð geðsjúkdóma.

 

Efst á síðu